Þetta gengur bara svona ljómandi vel.

image

Hef ekki farið í stórinnkaup síðan 1. okt en er nokkurn veginn búinn að tæma ísskápinn og frystinn. Bara eftir 2-3 máltíðir úr svínabóginum.

image

Í kvöld gæddum við okkur á önd sem hefur verið lengi í frystinum. Keypti hana á tilboði endur fyrir löngu í Krónunni. Þetta var þriðja tilraun í crispy aromatic duck eldamennsku. Í þetta skiptið gerði ég lög úr hrísgrjónavíni, hunangi, edik, star anise, engifer, kanil o.fl. sem ég löðraði fuglinn upp úr. Kældi svo niður og marineraði í five spice áður en hann fór í ofn í rúmlega tvo tíma. Ekki frá því að það hafi gefið meira crunch og aroma. Pönnukökurnar fást í Hagkaup svo ég syndgaði aðeins og keypti eina litla gula hænu í leiðinni. Það er nú allt í lagi að verðlauna sig aðeins fyrir gott gengi. En hálf tómur poki úr Hagkaupum með Hosin sósu og tilheyrandi endaði í rúmlega fjögur þúsund krónum.

image

Í gær var líka fugl. Eitthvað grey sem var svo illa slátrað að það var allt alblóðugt að innan. Sem betur fer var hann bútaður niður og löðrandi í tómatpúrru svo það fór að mestu framhjá þeim sem snæddu. Ofan í pönnuna fór restin af rósmaríninu frá síðustu helgi, heill hvítlaukur, gulrætur og sitthvað fleira úr grænmetisskúffunni.

image

Í seinustu viku prófaði ég nýtt. Fann lax á tilboði í Iceland og henti undir grillið í ofninum í smá stund. Bútaði svo út í núðlur á wok pönnunni með smá grænmeti, spínati sem var á seinasta snúningi o.fl. Það kom bara svona líka vel út og Saga elskaði þetta. Alveg eitthvað sem verður endurtekið á þessu heimili.

image

Þá eru bara 10 dagar eftir af þessari áskorun. Ætli ég neyðist ekki til að versla almennilega inn á morgun en samt stilla því í hóf til að klára mánuðinn réttu megin við hundraðþúsundkallinn. Það hefur komið upp sú hugmynd að ef okkur tekst að halda þessu vel innan marka, þá verði restinni eytt í einhverja grand síðustu kvöldmáltíð.

Jú segjum það í bili.

Made a startling discovery tonight. According to my calculations, I will reach 0 kg mid summer 2030!

Það er mikið fjallað um neysluviðmið í fjölmiðlum og samkvæmt þessari frétt þá er meðal fjölskyldan að eyða samtals um 135 þúsund í mat á mánuði.

Það er um það bil sama upphæð og við eyðum í matarinnkaup. Ofan á það bætist svo mötuneyti, skyndibiti og veitingahús.

Ég fékk fyrirspurn í dag um það hvernig ég reiknaði út matarkostnaðinn okkar og útbjó þá þessa mynd til skýringar.

Við fórum í bústað um helgina og þar sem okkur seinkaði aðeins úr bænum var sushi gerðinni slegið á frest og verslað við Tokyo sushi í staðin. En bara svo það sé á hreinu þá er ég ekkert að svindla með því að eyða meira í veitingahús og tilbúinn mat. Þeir flokkar eru líka undir meðaltali það sem af er mánuðinum.

En ég fékk tvær fyrirspurnir um hvernig lambið var hanterað svo hér kemur “uppskriftin”:

Byrjaði á því að úrbeina lambið (fyrir utan hækilinn) og hlutaði heilan hvítlauk. Klippti svo niður rósmarín og gerði lítil göt í lærið þar sem ég tróð hvítlauk og smá stilk af rósmarín með. Löðraði svo allt í góðri ólífuolíu og saltaði. Að lokum tók ég fullan poka af bláberjum sem fást frosin í Bónus og kramdi yfir lærið. Þetta fékk svo að taka sig í ísskápnum í tvo daga.

Lambið stóð við stofuhita bróðurpart af laugardeginum þar til ég setti það í 50 gráðu heitan ofninn í 2 tíma. Hækkaði svo í 80 gráður í einn tíma. Kláraði að lokum á funheitu grillinu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Þá var kjarnhitinn þegar kominn í 45 gráður eftir ofninn svo það vantaði ekki mikið uppá. Það fékk svo að hvíla sig á borðinu í korter áður en við skárum í það.

image

Sósan var skarlottulaukur, sveppir, smjör, sveppasoð, rjómi og smá rauðvín.

Það var nægur afgangur svo við borðuðum lambið aftur í gær með pasta og bræddum piparosti.

image

Við borðuðum lambið fjögur í tvær máltíðir svo þetta fer nálægt því að ná áætluðum kostnaði fjármálaráðuneytisins. Þá er vínið reyndar ekki meðtalið, en það er í öðrum flokki í bókhaldinu og kemur þessum meistaramánuði bara ekkert við.

Nú þegar mánuðurinn að verða hálfnaður ætlaði ég að setja inn hitamælinn hér að neðan. Þessi bévítans greiðslukort geta bara ekki asnast til að skila færslunum alla leið yfir í tölvukerfin. Hvaða steik er það að vera með þjónustu þar sem það tekur marga daga að skila færslum frá posa í heimabankann? 

Á morgun er tíundi dagur meningameistaramánaðarins. Allt gengur samkvæmt áætlun og enn eru fjórar til fimm máltíðir í frystinum.

image

Fjölskyldan er á leið í bústað á morgun svo það er hætt við smá sukki í matarinnkaupum. Ég átti jú enn þetta læri af nýslátruðu og ef það er eitthvað sem segir sunnudagssteik, þá er það lambalæri.

Rúmlega tvö kíló af feitu lambakjöti fyrir 3.000 ISKR er ágætis díll. Löðra þetta í hvítlauk, rósmarín og einum pakka af frosnum bláberjum, þá ertu með flotta máltíð sem kostar mun meira úr kjötborði.

Þetta fær að marinerast í tvo daga og svo var hugmynd að græja jafnvel sushi á morgun. Sjáum hvernig fer.

I find myself spending more time on sites with good quality long form content. That is why I agreed with everything in this Time article regarding reader engagement.

Some of my favourite destinations include the Verge (how good is this article?), Quartz, New Yorker (BIG article relating to history of big data) and the like. This massive article about underwater internet cables. And the list goes on.

There have been a few stellar examples of good quality content coming from Iceland recently. Namely the online periodical Blær. And more recently this promotional site from Landsbankinn to celebrate Iceland Airwaves that sparked this post. Some might not consider it to be long form as it is not comprised massive text blocks, but to me this simple site serves it purpose perfectly. In this case the content is music so more applicably the form is video.

image

Yesterday, my journey started out from either facebook or twitter on my phone. It sparked my interest and I previewed one of the videos.

At my desk I sought the site out a second time and watched a few more videos. Last night I fired the site up for the third time on my TV through our Apple TV to show my wife the video from my new favourite band Vök. Today at work I pulled it yet again out to share with me colleague Örn who shares new music with me from time to time.

In all I have been to the site five or six times and watched all the videos. I am also following Vök on Spotify now and wondering how I might sort out a ticket or catch them off venue at Iceland Airwaves.  

Long content for the win (too bad for all the media companies who fired their best writers)! OOoh and I love the design of that play button!

Ég er ekki vanur að pósta myndum af svona máltíðum, en þær eru í raun mun tíðari en stórsteikurnar.

image

Hrærði saman restinni af kjúllanum frá í gær, tveimur tómötum, hvítlauk og grænu pestó.

Það er ekki merkileg eldamenska per se … en með góðum parmesan og fínu víni er þetta alveg mögnuð máltið.

Fyrstu vikunni er lokið og núna er ég að græða á hverjum degi sem ég tóri án þess að kaupa inn.

Mæli með sparnaðarráðum Meniga ef þú ert að spá í að taka þátt næstu þrjár vikurnar.

Hún Eva vinkona mín er líka að taka #Menigameistaramánuð og sendi mér þessa uppskrift. Ég henti öðrum kjúllanum í vaskinn í gærmorgun og hrærði svo í þessa marineringu eftir vinnu.

Átti ekki sætar kartöflur en lá á flestu öðru í skápunum. Þetta var alveg top nice en samt varla besti kjúklingur ever. Eigum samt eftir að gera þetta aftur hugsa ég.

Í fyrradag var skyndibiti svo pottrétturinn var kláraður í gær.

Engin ástæða til að stressa sig enn. Ísskápurinn er enn fullur af mat.

Á degi þrjú var eldað upp úr fyrstu innkaupaferðinni. Þetta er réttur sem er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og tengist jafnan haustinu.

Uppskriftin er tekin úr bókinn Meat eftir Hugh Fearnley-Whittingstall og opnast bókin jafnan þar þegar ég legg hana á kjölinn.

Uppskriftin tiltekur sérstaklega mutton sem á íslensku kallast sauðakjöt.

Mutton is meat from a sheep over two years old, and has less tender flesh.

Þetta er því sem næst ófáanlegt þar sem Sambandið hefur ákveðið að á Íslandi borðum við bara lömb. Ef þú þekkir bónda sem slátrar og borðar líklega sjálfur eldri hrúta, eða hittir á dag þar sem sauður er í boði hjá Frú Laugu þá endilega prófaðu þetta grófara og bragðmeira kjöt.

Hér má finna uppskriftina. Ég notaði mitt eigið kjúklingasoð og átti ekki blaðlauk svo ég notaði bara meira af venjulegum lauk. Eins notaði ég malað kúmen og kóreander þar sem kryddhillan er orðin frekar fátækleg. Ekki get ég farið að splæsa í svoleiðis lúxus í Meniga meistaramánuði!

En fyrir þá sem hafa áhuga á bókhaldinu, þá var kostnaðurinn fyrir utan tímavinnu rétt rúmlega 3.000 ISK. Þar af súpukjöt fyrir 1.700 ISK. Þetta verður borðað aftur á morgun og kannski hinn.

Það voru bara afgangar í matinn svo ég var fljótur að ganga frá. Notaði tækifærið og bútaði niður bóginn.

image

Íslendingar elska kjúkklingabringur. Eitthvað sem við lærðum í æsku að væri besti bitinn. Þetta er jafn mikið rugl og nautalundirnar. Engin fita.

En við Saga vorum bara tvö í kvöldmat og ég átti poka af kjúkklingaleggjum sem ég tók úr frysti í gær. Ég hata að henda mat og því hrærðum við í eitthvað basic með grjónum og gulum baunum sem við getum svo líka borðað á morgun. Pro tip: Setja smá smjör í grjónin.

Saga var sátt og ég spækaði mitt með heimagerðri chili sósu.

Við Saga kíktum í Bónus í Smáralindinni eftir að hafa litið yfir helstu tilboð sem voru þar á boðstólnum. Fórum eftir innkaupalistanum að mestu, nema kjúklingurinn varð +1 og eitt læri læddist með. Það var á svo fínu verði. Eina klúðrið var kannski þetta oststykki. Það var bara á tilboði líka og við áttum víst hálft fyrir. Það er eins gott að ég bræði það yfir eitthvað gott bráðlega.

Þetta er líklega mesta magn af kjöti sem ég hef verslað í einni ferð en mínir útreikningar sýna að þetta ætti að fara létt með að duga okkur í kvöldmat næstu tvær vikur.

20% af budgetinu farið á fyrsta degi. Ekkert stress samt, öndum gegnum nefið.

  • Svínabógur (ódýrasta kjötið)
  • Ferskt lambasúpukjöt
  • Ger og álegg í pizzu
  • Heill kjúlli
  • Svínasíða eða hryggur í beikongerð
  • Mjólk, brauð, ávextir og þetta venjulega.

Svo er planið að kaupa eggaldin, sellerí, apríkósur og möndlur í Lambaréttinn hans Hugh Fearnley-Whittingstall

Jæja, Ætli þetta sé ekki alveg jafn góður staður og hver annar til að skrásetja matarátakið mikla í október.

Hugmyndin er að draga úr kostnaði við matarinnkaup um allavegana 25% og enda undir 100.000 ISK.

Þetta er eitthvað tilbrigði við #meistaramánuður og verður líka taggað sem #menigamánuður þar sem öll útgjöld verða skráð og flokkuð í því kerfi (og svo vinn ég líka þar).

Hér má sjá útlagðan kostnað við matarinnkaup heimilisins síðustu 12 mánuði. Meðaltalið er rúmlega 130.000 og fór aðeins einu sinni undir 100.000. Þá féllu líklega stórinnkaup rétt fyrir og eftir mánaðarmótin í nóvember.

En fyrir þá sem þekkja mig, þá er vitað mál að ég mun ekki skipta í hrökkbrauð og grjónagraut í hvert mál. Markmiðið er að lifa eins og kóngur en eyða ekki krónu.

Jú segjum það í bili.